María Rós
Dótti mín heitir María Rós og er yndislegasta barn sem ég hef kynnst. Hún er í ferðalagi með pabba sínum. Hún hringdi í mig í morgun til að segja mér að hún hafi misst sína fyrstu tönn í morgun, og hún vildi fá að vita hvað ég héldi að tannálfurinn myndi gefa henni. Hún man að bróðir hennar fékk fullt af peningum, dollurum (við vorum í útlöndum þá) þegar hann missti tönn. Hún var eitthvað að spá í hvort hún fengi venjulega peninga eða dollara líka. Svo sagði hún mér að hún hlakkaði til að koma heim til mín, að hún saknaði mín og elskar mig. Ég er svo hamingjusöm mamma. Við erum svo góðar vinkonur núna, þá þarf ég ekkert annað.
<< Home