Saumaklúbburinn.
Sko, samstarfskona mín heitir Auja. Hún er ekki yfirmaður minn þrátt fyrir að hún sé alltaf eitthvað að reyna að stjórna öllu. Hún er líka yngri en ég, og þess vegna fékk hún lægri laun síðast sem mér fannst áhugavert. Hún er góð stelpa og allt það, en hún er alltaf eitthvað að monta sig af saumaklúbbnum sínum. Hvað þær séu skemmtilegar og svona, og að þær séu að búa til góða braurétti og svona. Þær sem eru í þessum saumaklúbb eru Barbara, Sigrún Sif, Allý, Beta, Hrefna, Begga rauð, Sara (held ég) og ég held ekki fleiri. Allavega þá er þeirra kjánalegi saumaklúbbur þannig að áður en nýrri er boðið með þarf að koma umsókn sem er síðan farið sérstaklega yfir. Í staðin fyrir að sækja um inngöngu og eiga það á hættu að vera hafnað þá hef ég ákveðið að gera annað sem er miklu betra og það er að stofna minn eigin. Í honum verða svo rosalega skemmtilegar stelpur að allar hinar eiga eftir að vilja skipta. Þær eiga eftir að gráta í mér, einhver þeirra á eftir að verða það örvætingafull að hún mun fara að reyna að hóta mér einhverju fáránlega asnalegu. Ég mun þá horfa á hana, án þess þó að horfa og segja; "ég skal alveg leggja þetta fyrir í næsta klúbbi, og jafnvel reyna að hafa einhver áhrif, en auðvitað get ég engu lofað". Ég er svo glöð að mér datt þetta í hug.
<< Home