fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Egoið mitt!

Ég ætlaði ekkert að skrifa í dag. En svo voru Begga Gísla og Sonja að segja mér að þær hefðu lesið bloggið mitt og þeim þætti það sniðugt og þá varð ég glöð. Ég elska þegar fólk segir eitthvað gott um mig, ég þrái meira en allt að fólki líki við mig. Nei ein alveg að missa sig í einlægni. Allavega, ég hef ekkert bloggað hér um ástarlífið mitt. En fyrir ykkur þarna úti sem eruð eitthvað að spá í að reyna við mig og svona (ætlið að reyna að fara í sleik við mig) þá gengur það ekki upp. Ég er nefnilega ástfangin og ég er ekki til í að fara í sleik við neinn nema hann. Ég ætla ekkert að segja hér um hann nema það að hann er snillingur. Hann veit ekki að ég er að blogga og mun líklega aldrei lesa þetta, sem er gott því ég vil virka mjög dularfull á hann. Ég heyrði það í einhverri bíómynd að karlar væru spenntir fyrir dularfullum konum, ég hef þess vegna nánast sagt ekkert á stefnumótunum okkar. Þetta er allt að virka, ég mæli með þessarri aðferð. En þið verðið auðvitað að vera dularfullar á svipinn líka. Ég fékk reglur um hvað mætti og hvað mætti ekki á stefnumótum, t.d. kyssa á þriðja dati og svona, frá góðum vinkonum mínum. Það eina sem ég get sagt er að ég hef allavega ekkert verið að leiða hann ennþá.
Já og svo annað, ég sakna hennar Auju. Auja afhverju ertu ekki að koma með einhver skemmtileg komment hingað inn? Auja finnst þér ég púkó?