föstudagur, ágúst 13, 2004

Rokk&roll.

Dagurinn í gær var yndislegur. Þegar ég var nývöknuð kallaði Bergþóra nágranni í mig og við skelltum okkur í kaffi. María Rós (sem ég hef komist að að er skemmtilegasta stelpa sem ég hef kynnst) fékk að ráða hvað við færum að gera og hún valdi sund, þannig að við tókum strætó í Laugardalslaugina. Í lauginni hittum við Birnu, Oddnýju, Heklu og Gunnhildi og börn. Gaman að hitta hressar mæður í sundi. Við stelpurnar spjölluðum m.a. um það hvað það er yndislegt að vera orðnar svo frjálsar og þroskaðar. Konur á sundbol eiga það til að fara að spjalla um appelsínuhúð, og í stað þess að vera á bömmer þá fannst okkur hún eitthvað svo falleg og yndisleg. Appelsínuhúð er nefnilega svo rosa falleg þegar maður horfir á hana í kærleika:) Svo lá leiðin á Austurvöll með bakkelsi, þar var mikið af ansi hressu fólki.
Í gær var miðvikudagurinn 11.ágúst dagur sem ég veit að margar konur hafa beðið eftir, stofnfundur Rokkklúbsins. S.s. ég er ekki í saumaklúbbi heldur rokkklúbb, sem er gott. Við ætlum ekki að sauma, við ætlum að hittast einu sinni í mánuði, slúðra smá og fara svo á rokk tóneika. En við munum þó ekki baktala neinn því við erum of andlegar fyrir það, við munum því aðeins slúðra um okkur sjálfar og við erum alltaf að gera einhverja vitleysu sem er gaman að slúðra um. Þær sem eru í þessum klúbbi eru ég, Magga Steingr.,Kristín Linda, María Péturs, Eva Ósk, Begga Gísla, Bergþóra, Auja, Gunný, Sonja og Rósa. Eftir smá slúður og vangaveltur yfir því hvort Auja og Begga Gísla verða ekki að velja á milli Rokkklúbsins og saumkl. fórum við á Gaukinn þar sem Björgvin Frans bandið hans, (sem ég man ekki hvað heitir) sem er The Doors Tribute band, voru að spila. Þetta voru frábærir tónleikar, svo var Pink líka á staðnum sem varð til þess að sumir urðu rosa æstir. Frábært kvöld, þrátt fyrir æsta áhangendur Pink.