föstudagur, ágúst 13, 2004

Teljari líka!

Frábært! Núna er kominn teljari á þessa blogg síðu líka. Magga Hugrún setti hann upp líka. Sko mér finnst hennar bloggsíða rosa flott www.maggabest.blogspot.com, en af því að ég er svo rosa andleg þá samgleðst ég henni yfir hennar fallegu bloggsíðu í stað þess að verða afbrýðissöm eins og einhver sem ég þekki gerir stundum. Já og svo er bloggið hennar Allýar líka flott www.allyrosa.blogspot.com , hún er sniðug stelpa. Allý er sniðug en kannski pínulítið of hrokafull fyrir minn smekk, en þetta mun örugglega þroskast af henni þegar hún nær að verða meira andleg(eins og ég er). Ég er ekki heldur afbrýðissöm útí síðuna hennar Allýar.