þriðjudagur, desember 13, 2005

11 dagar til jóla!

Á morgun fer fram Málþing um konur og karla í íslenskum fjölmiðlum. Það fer fram í Lögbergi H.Í. kl:12:00. Þarna eru fínar konur að flytja erindi. Læt dagskránna fylgja;

HVER ER Í MYND? MÁLÞING UM KONUR OG KARLA Í FJÖLMIÐLUM
Eyrún Magnúsdóttir fundarstjóri setur fundinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytur ávarp

Niðurstöður rannsóknarinnar kynntar í þrem liðum:
Auður Magndís Leiknisdóttir, B.A. í félags- og kynjafræði. “Konur og karlar í auglýsingum: athugun á þætti karla og kvenna í auglýsingum á RÚV, Stöð 2 og Skjá einum.”

Margrét Valdimarsdóttir, B.A.-nemi í félags- og fjölmiðlafræði. “Karlar og konur í íslensku sjónvarpi: fréttir.”

Elsa María Jakobsdóttir, B.A.-nemi í félags- og fjölmiðlafræði. “Karlar og konur í sjónvarpsþáttum: athugun á birtingu kynjanna í sjónvarpsþáttum á RÚV, Stöð 2 og Skjá einum.”

Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur og Helga Björnsdóttir, doktorsnemi í mannfræði. “Karla- og kvennarými: Kynjaðar ímyndir forsíðu Fréttablaðsins.”

Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur “Ef kyn skiptir máli. Um kyn og samfélagslega ábyrgð fjölmiðla.”

Pallborð með fulltrúum fjölmiðla: Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS; Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins; Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjásins, Svanborg Sigmarsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins og Anna Kristín Jónsdóttir, fjölmiðlafræðingur.