föstudagur, desember 16, 2005

8 dagar til jóla!

Ég hef ekki verið mikill Idol aðdáandi í gegnum tíðina. En í kvöld er litli bróðir minn að keppa og þess vegna verð ég að horfa og kjósa. Hann heitir Alexander og það ættu allir að kjósa hann. Fyrir utan það að syngja vel er hann líka með stærri vöðva en hinir keppendur, og hvað sem hver segir þá skipta vöðvar máli.