föstudagur, júlí 28, 2006

Hr. (23 ára) og fr. Vaff (32) ástfangin og hress á leiðinni í sumarfrí

"Hingað til hefur aldursmunur okkar hjónakorna ekki verið til mikilla vandræða. Nei við erum reyndar ekkert gift eða neitt svoleiðis" sagði fr. Vaff og glotti dularfull á svip.

"Við erum bara venjulegt kærustupar, eða kannski ekkert rosalega venjuleg, en alltaf hress. Núna um helgina erum við á leiðinni til Kaupmannahafnar að sletta úr klaufunum. Hann vill fara í Legoland og ég vil fara á jazztónleika. Við væntanlega gerum bara hvoru tveggja. Ef að samband á að ganga þarf maður að vera tilbúin að gera málamiðlanir og bera virðingu fyrir áhugamálum makans. Já, ég er að vanda mig núna. Það er mín gæfa hvað ég hef mikla reynslu af því að klúðra svona málum". Sagði fr. Vaff glaðlega þegar að hún valhoppaði útí sólina í rósóttum sumarkjól.