föstudagur, júní 30, 2006

Liðagigt

Jahérnahér! Þetta er nú alveg kostulegt. Einhver gæti haldið að ég hafi ekki bloggað undanfarið vegna þess að ég lifi svo innihaldssnauðu lífi, en svo er ekki, og hvorki tímaskortur né leti hafa haft eitthvað með þetta að gera. Orsökin er einföld, nefnilega liðagigt. Ég hef haft svo hræðilega liðagigt í fingrunum þannig að ég hef ekki getað skrifað eitt einasta orð. Margoft hef ég sest niður fyrir framan tölvuna með alveg hrent frábæra sögu að segja frá, en þá er það alltaf það sama sem að stoppar mig, liðagigtin. Nú er ég á nýjum gigtarlyfjum sem virka ágætlega, en við skulum nú samt sjá hvað þetta dugir. Annars er fínt af mér að frétta, allt svo sem eins og það var fyrir liðargigtina. Ég bý ennþá hér í höfuðborginni, vinn enn hér á rannsóknarstofunni, er enn í sérbúð, á ekki vona á barni og er alltaf jafn rosalega hress.