þriðjudagur, júní 06, 2006

06.06.06

Frá því að ég vaknaði í morgun hef ég haft það á tilfinningunni að eitthvað ógurlegt, eða allavega óvenjulegt, eigi eftir að gerast í dag. Um leið og ég mætti í vinnuna byrjaði samstarfskona mín, sem er engin önnur en nágrannakona mína hún Oddný, að tala um að vera í deginum, að við þyrftum að lifa einn dag í einu. Skrítið. Helst vil ég loka augunum og vakna á morgun. Það væri ekki við hæfi. Hvað myndi fólkið í vinnunni halda um mig ef að ég segðist ætla að hætta fyrr í dag vegna þess að ég þyrfti að fara heim að sofa.