Það er leikur að læra
Já alltaf finnst mér jafn ótrúlega gaman að finna viðeigandi fyrirsagnir á bloggið mitt.
Ég hef tekið þá ákvörðun að vera sem lengst í námi. Ég ætla helst aldrei að hætta í skóla. Ég er núna að lesa fyrir próf sem ég fer í í næstu viku, og ég var að átta mig á því hvað þetta er ótrúlega skemmtilegt. Ég hreinlega elska að undirbúa mig fyrir próf. Sko af því að ég er núna á lokasprettinum á mínu grunnháskólanámi þá er líka gaman að ég skuli hafa áttað mig á því að ég hef lært ansi mikið síðastliðin þrjú ár. En þetta er samt þannig að eftir því sem að ég læri meira þá geri ég mér betur grein fyrir því hversu lítið ég veit og hversu mikið meira mig langar til að læra, eða bæta við þekkingu mína.
Þegar að ég var unglingur í fjölbrautarskóla þá lærði ég aldrei, aldrei, meira en ég þurfti til að geta fengið ágætis einkunn, en núna er ég að lesa vegna þess að mig langar til að vita meira. Ég er farin að skilja að með því að vita meira mun ég skilja meira og því meira sem að ég skil því skemmtilegra er að vera til.
Bara smá motivation pælingar í prófalestri.
Ég hef tekið þá ákvörðun að vera sem lengst í námi. Ég ætla helst aldrei að hætta í skóla. Ég er núna að lesa fyrir próf sem ég fer í í næstu viku, og ég var að átta mig á því hvað þetta er ótrúlega skemmtilegt. Ég hreinlega elska að undirbúa mig fyrir próf. Sko af því að ég er núna á lokasprettinum á mínu grunnháskólanámi þá er líka gaman að ég skuli hafa áttað mig á því að ég hef lært ansi mikið síðastliðin þrjú ár. En þetta er samt þannig að eftir því sem að ég læri meira þá geri ég mér betur grein fyrir því hversu lítið ég veit og hversu mikið meira mig langar til að læra, eða bæta við þekkingu mína.
Þegar að ég var unglingur í fjölbrautarskóla þá lærði ég aldrei, aldrei, meira en ég þurfti til að geta fengið ágætis einkunn, en núna er ég að lesa vegna þess að mig langar til að vita meira. Ég er farin að skilja að með því að vita meira mun ég skilja meira og því meira sem að ég skil því skemmtilegra er að vera til.
Bara smá motivation pælingar í prófalestri.
<< Home