Gleðilega páska
Málshátturinn; Blindur er bóklaus maður. Merkilegt að ég hafi fengið þennan málshátt af því að ég á einmitt nokkrar bækur og er ekki blind. Ég hef reyndar lengi beðið eftir málshættinum; Margur er knár þótt að hann sé smár. En ég sé að þetta bóklausa dót á alveg jafn vel við.
Kærastinn minn gaf mér páskaegg númer 7, þetta er stærsta páskaegg sem að ég hef séð. Mér er samt ekkert orðið óglatt ennþá. Ég fékk mér ekki páskaegg í morgunmat eins og sumir sem að ég þekki. Alveg er ég viss um að Agneta hefur fengið sér páskaegg í morgunmat. Ég mun aldrei aftur þurfa að kaupa laugardagsnammi fyrir dóttur mína.
Ok, ég hef svo sem ekkert að segja. Þessir páskar eru bara búnir að vera stórfínir. Ég og uppáhalds nágranni minn héldum matarboð á föstudaginn langa. Veit ekki hvort að það er var viðeigandi, en við erum bara svo flippaðar. Það mættu nokkrir sjúklega hressir gaurar í boðið okkar, og ein sjúklega hress kona. Þannig að stemmningin var alveg sjúk. Við fórum svo, öll nema einn, á sjúklega hressandi dansiball þar sem að við sögðum hvort öðru sjúklega hressandi gamansögur.
Fór svo að sjá The Matador í gær, alveg hreint ágætis mynd.
Kannski á maður að þegja þegar að maður hefur ekkert að segja.
Kærastinn minn gaf mér páskaegg númer 7, þetta er stærsta páskaegg sem að ég hef séð. Mér er samt ekkert orðið óglatt ennþá. Ég fékk mér ekki páskaegg í morgunmat eins og sumir sem að ég þekki. Alveg er ég viss um að Agneta hefur fengið sér páskaegg í morgunmat. Ég mun aldrei aftur þurfa að kaupa laugardagsnammi fyrir dóttur mína.
Ok, ég hef svo sem ekkert að segja. Þessir páskar eru bara búnir að vera stórfínir. Ég og uppáhalds nágranni minn héldum matarboð á föstudaginn langa. Veit ekki hvort að það er var viðeigandi, en við erum bara svo flippaðar. Það mættu nokkrir sjúklega hressir gaurar í boðið okkar, og ein sjúklega hress kona. Þannig að stemmningin var alveg sjúk. Við fórum svo, öll nema einn, á sjúklega hressandi dansiball þar sem að við sögðum hvort öðru sjúklega hressandi gamansögur.
Fór svo að sjá The Matador í gær, alveg hreint ágætis mynd.
Kannski á maður að þegja þegar að maður hefur ekkert að segja.
<< Home