þriðjudagur, apríl 04, 2006

Jæja núnaer þriðja skiptið í röð sem að ég er búin að skrifa niður texta, frekar langan meira að segja, sem að á að fara á síðuna en ég eyði honum svo. Ég veit ekki alveg hvað er að mér þessa dagana. Ég er eitthvað viðkvæm. Ég hef eiginlega bara verið í skapi til að skrifa eitthvað rosa persónulegt. Og þið sem að þekkið mig vitið að ég er sjúklega lokuð og komplexeruð, mér verður óglatt í kringum fólk sem að opnar sig of mikið. Nei nei, ekki lengur svo sem, ekkert óglatt allavega, stundum bara pínu bumbult.

En allavega, hingað og ekki lengra. Ég ætla að fara að taka ferðavinkonu mína mér til fyrirmyndar. Hún er sjúklega jákvæð og drífandi kona. Hún var að koma heim úr tæplega þriggja mánaða ferðalagi um Asíu og er strax búin að skipuleggja hitting. Þannig að á laugardaginn ætla ég að hitta femma vinkonur mína og spjalla um spennandi femma mál. Það er alltaf rosalega gaman. Síðast þegar að við hittumst, til að kveðja ævintýrastelpuna, spjölluðum við um nýjustu tískustrauma í kynfærarakstri. Það var nú heldur betur gagnlegt og gaman.

Talandi um rakstur. Ég fór í boð um daginn þar sem að ein kona við borðhaldið talaði um hvað henni hefði þótt það rosalega ógeðfellt þegar að Julia Roberts mætti “óvart” órökuð á Óskarinn þarna um árið. Það fannst mér fyndið, og ég hló. Persónulega finnst mér karlmenn sem að raka ekki á sér aftanverð lærin ógeð.

Jæja Sex and the City er að byrja verð að fara.