sunnudagur, febrúar 26, 2006

Bolla og sprengibolla

Já sei sei. Nú eru tveir skemmtilegustu dagar ársins framundan. Dagarnir sem við með lotugræðgi bíðum eftir allt árið. Bolludagur á morgun og Sprengidagur á þriðjudaginn. Ég ætla að detta massa í það.

Kæru vinir, þið getið í fyrsta lagi náð sambandi við mig eftir hádegi á fimmtudaginn, það tekur smá tíma að jafna sig eftir svona daga. Ég verð þó líklega ekki hress fyrr en eftir hádegi á föstudaginn.