þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Það sem að þessi heimur þarf mest á að halda núna er smá ást

Ég heyrði það bara rétt áðan að í dag er Valentínusardagurinn, dagur elskenda. Klukkan að verða tíu að kvöldi og ég fyrst að heyra þetta núna. Ég get sjálfri mér um kennd, þar sem að ég er var með Morrisey í bílnum en ekki útvarpið. Ég er reyndar rosa fegin að hafa ekki gert mér grein fyrir þessu í morgun því þá hefði ég án efa engu komið í verk í dag. Þá hefði ég eytt öllum deginum við stofu gluggann að bíða eftir ungum fallegum manni með hjartalagað konfekt, ilmkerti og kannski geisladisk með lögum Burt Bachara. En af hverju ætli þetta sé ekki allt saman komið nú þegar, ætli þetta komi héðan af? Ég tek enga sénsa og bíð við gluggann.

Með ástarkveðju,
Magga