Alexander Aron
Á síðasta föstudagskvöld fór ég í Smáralindina til þess að fylgjast með Idolinu beint úr salnum. Ég sat framarlega og gat því séð hvað var að gerast á undan flestum. Rétt áður en að Idolið hófst hafði ég tíma til að hugleiða lífið og tilveruna rétt snöggvast. Ég fylgdist með starfsfólki Stöðvar 2 sem virtist hafa mjög gaman af sinni vinnu, allir mjög skipulagðir en samt rosa glaðir. Það var glatt yfir flestum í salnum, þrátt fyrir að smá spenna hjá nánustu ættingjum söngvaranna færi ekki framhjá neinum. Enda er það algerlega rökrétt, að vera glaður og spenntur þegar náin ættingi er að gera eitthvað sem að skiptir hann miklu máli, eitthvað sem að viðkomandi hefur kannski dreymt um. Á þessari stundu rann það upp fyrir mér hversu gjörsamlega glötuð ég er, hégómleg í meira lagi. Litli bróðir minn sem hefur aldrei þorað að syngja fyrir framan neinn nema tvo í einu (mig og mömmu) er að stíga skref sem að skiptir hann alveg ótrúlega miklu máli og ég sit hér í salnum og hugsa hvað það sé ekki í mínum karakter að vera í áhorfendasal Idolsins, og bið til guðs í hljóði að myndavélin stoppi ekki á mér. Nei ég er ekki 17 ára, ég er 32 ára kona sem hlýt að hafa staðnað einhvers staðar í þroska. Rétt áður en Idolið sjálft hófst tók ég þá ákvörðun að haga mér eins og manneskja og hafa gaman af því að hafa fengið að koma í salinn og sjá þetta svona á undan hinum sem heima sitja, eða eitthvað. Og það var frábært, rosalega gaman. Bróðir minn, sá 9. á svið, var gjörsamlega frábær. Hann var ekki fastur í einhverjum hégómlegum unglinga hugsunum heldur hafði bara gaman að því að syngja á sviðinu. Mér finnst þetta svo merkilegt, það er svo stutt síðan að þessi strákur hefði aldrei trúað því að hann gæti þetta. Já, merkilegir hlutir gerast þegar fólk stígur inní óttan sinn og sýnir hugrekki. Ég hef ekki tök á því að mæta í Smáralindina þetta föstudagskvöldið, en ætla algerlega að mæta aftur, já ef að hann dettur ekki úr keppni. Nei hann gerir það örugglega ekki, vona ekki.
<< Home