þriðjudagur, janúar 17, 2006

Fyrirsögn.

Ég hef ekkert skrifað undanfarna daga vegna þess að ég hef ekki mátt vera að því sökum þess að ég er of upptekin við að vera sjúklega hamingjusöm, já og líka glöð og frjáls. Ég veit ekki hvað það er nákvæmlega sem er að kalla fram þessa hamingju. Það getur verið að þetta séu jógaæfingirnar sem ég er nú byrjuð að stunda, eða gufuferðir okkar Ingu, eða þessi frábæra músík sem ég er búin að vera hlusta á undanfarið, já eða jafnvel þessar jákvæðu staðhæfingar sem ég hef verið að vanda mig við undanfarið. Allavega hvað sem það er þá er það að virka.