föstudagur, febrúar 03, 2006

Litla stelpan mín.

Stutt brot af samtali við dóttur mína við kvöldverðarborðið í kvöld.

hún; veistu mamma mér finnst Kastljósið eiginlega alveg hundleiðinlegt, fréttirnar eru eiginlega miklu skárri.
Ég; af hverju?
Hún; nú af því að í fréttunum er líka bara svona alþýðufólk, þú veist, venjulegt fólk. Það hefur verið tekið viðtal við mig í fréttunum, þú og afi hafið verið í blaðið og pabbi oft komið á Stöð 2 og við erum venjulegt fólk. Í Kastljósinu eru bara rithöfundar, listamenn eða poppstjörnur. Venjulegt fólk vill líka fréttir af öðru venjulegu fólki.
Ég; já það er rétt.