miðvikudagur, janúar 18, 2006

Baugar.

Hin sjúskaði nýji fréttamaður á Stöð 2, Helgi Seljan, var sendur í klippingu um daginn. Í dag sýnist mér að hann hafi einnig verið sendur í ljós. Mér sem fannst hann svo mikið krútt með þessa bauga. Í dag þykir sjúskaði lookið ekki nógu smart, í dag þykir eftirsóknarvert að líta alltaf út eins og maður hafi verið að koma beint úr World Class borðandi lífrænt ræktaðar gulrætur og drekka heilsushake með. Já það borgar sig að fletta í gegnum sjónvarpsdagskránna og tískublöð, þá veit maður hvað er inn og hvað ekki.