sunnudagur, febrúar 05, 2006

Það er algjör vitleysa...

Jæja ég hafði ekki ætlað mér að skrifa eitt einasta orð á þessa síðu, né nokkra aðra um hina miklu ákvörðun að hætta að reykja. Mér fannst það eiginlega alveg út í hött þar sem að ég er konan sem að hættir að reykja. Ég gæti í raun ekki verið konan sem að hættir að reykja nema af því að ég er líka konan sem að byrjar alltaf aftur, eða þar að segja þangað til núna. Ég geri ráð fyrir að flestir í kringum mig hafi ekki nokkra trú á því að þetta gangi í þetta skiptið frekar en fyrri daginn. En ég er hins vegar alveg viss um að ég sé að hætta að reykja í síðasta sinn, það eina sem að ég þarf að gera er að byrja ekki aftur. Við sem að erum alltaf að reyna að hætta, eða bara að tala um að við þurfum að fara að hætta erum ekkert ömurleg. Við erum alls ekkert einhverjir aumingjar sem að falla alltaf. Það hefur bara verið logið að okkur svo lengi að við trúum því að það sé gott að reykja. Hvað með þá sem finnst ennþá töff að reykja og ætla bara að halda því áfram? Já ég veit ekki, þeir eru kannski líka ágætir, eiga bara eftir að sjá í gegnum lygina. Mér þykir vænt um reykingarfólk. Sko, kannski á meðan ég er í fráhvörfum mun ég blogga eitthvað lítilega um reykingar, bara til að hafa eitthvað annað að gera en að kveikja mér í sígarettu, en ég mun samt ekki láta mér detta það til hugar að skrifa um hvað það sé óhollt að reykja og að þeir sem að gera það enn séu að drepa sig. Það virkar ekki á reykingarfólk, hefur aldrei virkað á mig allavega. Reykingafólk gerir sér alveg grein fyrir því að það er fullt af fólki sem að reykir en fær aldrei sjúkdóma, og fullt af fólki sem að reykir ekki en fær samt sjúkdóma, þetta með líkindin virkar ekki þegar líkaminn kallar á sígó. Það eina sem að virkar fyrir mig, sem mun virka núna fyrir mig, er í fyrsta lagi að muna að það er ekkert gott að reykja. Það er bara gott að drepa fráhvarfseinkennin sem fara fljótlega. Í öðru lagi þarf ég að muna að það er í raun miklu auðveldara að hætta að reykja heldur en að halda því áfram.

Ok, vá það er fáranlega gott að vera reyklaus. Þetta er sem sagt dagur 2 hjá mér. Mér líður vel en hefði samt ekki átt að borða þrjár amerískar pönnukökur í brunchinu áðan, mér líður eins og feitum Kana, feitum reyklausm Kana.