sunnudagur, maí 28, 2006

Fólk (Auja)

Já lífið og fólkið í kringum mann kemur manni stöðugt á óvart. Maður heldur að maður þekki einhvern en svo gerist eitthvað og maður skilur að ekkert er eins og maður heldur að það sé. Ekki að maður sé maður heldur er maður kona. Alltaf finnst manni jafn fyndið að setja alls staðar maður í staðin fyrir ég í texta. Það er eitthvað svo mikið Breiðholt, nei grín. Ég meina það þetta var djók með Breiðholtið. Ég hreinlega elska Breiðholtið og bjó þar í mörg ár, eða alveg þangað til að ég hafði aldur til þess að búa annars staðar.

Sko, ég var rétt í þessu að spjalla við eina ágætis vinkonu mína sem að var að opna sig og segja mér frá sínum dýpstu leyndarmálum. Hún tók nú ekkert fram að ég mætti ekki blogga um þetta. Hún grét og grét og sagði mér að hún væri í tilfinningalegu stjórnleysi, að hún væri gjörsamlega vanmáttug gagnvart sínum tilfinningum og að henni væri um megn að stjórna eigin lífi. Hún hefur þess vegna tekið þá ákvörðun um að ganga í samtök sem að kallast Emotions Anonymous, eða EA. Áður hefur þessi unga kona verið meðlimur í samtökum með skammstafanir á borð við AA, DA, SLAA, GA, NA, CA, OA, ALANON og fleirum sem að ég kann ekki við að nefna. En þetta er ekki nóg, hún þarf einfaldlega meira. Meira af öllu, hún er svona kona sem að fær ekki nóg. Þegar að þessi unga kona missti sig gjörsamlega í 10-11 um daginn og fór að gráta náði hún víst sínum botni í tilfinningarugli og fór á netið til að leita uppi EA. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með henni, hvort að NÚNA loksins eigi eitthvað eftir að fara að gerast í hennar lífi. Innst innst innst inni er þessi unga kona mjög svo indæl. Hún hefur bara verið veik. Já ég óska henni svo sannarlega góðs gengis. Ég veit ekki hvort að það er við hæfi að nefna hana á nafn hér.

Þið lesendur sem að kannist við hana Auðbjörgu, eða Auju tár eins og hún er stundum kölluð, ættuð að vanda ykkur betur þegar að þið hittið hana, reynið að sýna smá samúð og skilning. Það eru ekki allir fullkomnir.

Varúð skal höfð í nærveru viðkvæmrar sálar!