miðvikudagur, maí 10, 2006

Enginn latur í latabæ

Ég er heima að lesa. Þrátt fyrir þetta yndislega veður þá er ég bara hérna inni, sem er í fínu lagi. Hvað ætti ég svo sem að vera gera, standa úti og brosa eins og fáviti, og segja við fólk sem að ég hitti; já það er nú aldeilis fínt veður í dag. Nei nei, reyndar er svona veður í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það er hlýtt en samt ekki einhver skýnandi sól. Mér finnst skýnandi sól frekar óþolandi.

Það er leikskóli hér rétt fyrir utan hjá mér og ég er ekki að fá frið til að lesa fyrir tónlist sem að einhver óþolandi starfsmaður hefur ákveðið að spila fyrir börnin. Ég vorkenni þessum börnum. Svo er verið að syngja með, börnin eru ekki að syngja með heldur starfsmaðurinn. Ég ætti kannski að henta í hann tómat. Nei, það væri ekki við hæfi. Nema að tónlistin komi ekki frá leiksskólanum heldur Bergþóru, og kannski er Grímur að syngja með.