sunnudagur, maí 28, 2006

Lotto svindl

Aldrei skal ég aftur kaupa Lotto miða. Ég hef ekki tekið þátt í þessum vikulega Lotto leik fyrr en í gær. Ég sá það auglýst að það væri fjórfaldur pottur og í honum væru 170 milljónir. Ég hugsaði með mér að auka peningur kæmi sér afar vel hjá mér núna, og ég tala nú ekki um ef að þessi auka peningur væri margar milljónir. Ég fór þess vegna í búðina og keypti ekki eina röð heldur tíu raðir. Þetta kostaði heilan þúsund kall sem að ég þurfti að fá lánaðan hjá kærastanum mínum þar sem að það er víst ekki hægt að kaupa Lotto með kredit korti. Ég beið svo spennt eftir Lotto tölunum í gær og fór vandlega yfir miðann minn. Ég fékk engan vinning! Ég spyr mig nú bara að því hvað maður þurfi eiginlega að kaupa margar raðir til að fá vinning. Ég ætlaðist ekkert endilega til þess að fá allar þessar milljónir ein en gerði samt ráð fyrir að fá allavega nokkrar. Þetta finnst mér alveg hreint útí hött og í raun og veru bara alls ekki sanngjarnt. Núna samt þegar að ég hugsa betur um það þá var þetta kannski auglýsing frá Víkinga lottoinu, enda svolítið há upphæð í boði. Ég ætla að gefa þessu lottoi einn séns á miðvikudaginn og ef að ég fæ ekki vinning þá þá spila ég aldrei aftur með í þessum leik