Komin heim.
Ástæðan fyrir því að ég hef ekki bloggað undanfarna 16 daga er að ég hef verið á ferðalagi um Afríku, svona Safarí ferð, og gat hvergi fundið nettengingu fyrir tölvuna mína. Ég eyddi líka mestum tíma inní frumskógi og svaf oftast í tjaldi, þannig að það voru nú ekki beint aðstæður til þess að fara að blogga eitthvað mikið. Þessi ferð var alveg hreint mögnuð. Afríkubúar eru alveg rosa hressir, og líka viðkunnanlegir og góðir. Eitt dæmi, ég var eitt kvöldið útí í skógi að fara að elda mér kvöldmat. Ég var að steikja mér svínakjöt og langaði í baunir með, en fattaði að ég var ekki með dósaupptakara, þannig að ég gekk aðeins um skóginn í nokkrar mínútur til að vita hvort ég myndi ekki hitta einhverja vingjarnlega nágranna og jú, ég hitti einmitt Afríkufjölskyldu sem að opnaði fyrir mig baunadósina. Alveg hreint magnað. Svo buðu þau mér í afríkanskt kaffi til sín daginn eftir, og við hlógum og hlógum saman að því þegar að ég hefði ætlað að fá mér baunir en var ekki verið með dósaupptakara. Ótrúlegt að fólk er einhvern veginn allt bara eins, hvort sem að það býr í frumskógum Afríku eða á stúdentagörðunum
<< Home