1. júní 2006
Dauði Kanaútvarpsins er ekki það eina sem að gerðist merkilegt í dag. Ó nei. Í dag var fyrsti dagurinn minn á nýjum vinnustað. Ég er farin að vinna hjá Rannís, þetta leggst allt stór vel í mig. Ég hafði pínu áhyggjur af því að það væri kannski svona The Office stemmning, en svo er ekki. Ég er að vinna með skemmtilegu fólki, staðurinn er frábærlega staðsettur, ég er með fína skrifstofu með stórfínu útsýni og svo er auðvitað verkefnið sem að ég er að vinna virkilega spennandi.
Þar hafið þið það!
Þar hafið þið það!
<< Home