miðvikudagur, maí 31, 2006

Hjúkkan á neðri hæðinni

Það er fátt betra í heimi þessum en góðir nágrannar. Í gærkvöldi varð ég frekar lasin og þurfti á hjúkrun að halda. Í stað þess að keyra uppá slysó og heimta sárabindi á höfuðið bankaði ég uppá hjá konunni á neðri hæðinni og spurði hvort að hún gæti séð sér fært um að gefa mér fimm mínútur af sínum tíma. Og þar sem að hún er svo óstjórnlega ljúf þá bauð hún mér inn þar sem að hún bauð uppá góð ráð og súkkulaði. Ég afþakkaði súkkulaðið en þáði ráðin góðu. Í dag er ég frísk og alveg einstaklega þakklát.