þriðjudagur, júlí 04, 2006

Bush á Íslandi

Ok, nú styttist heldur betur í það að nágrannkona mín og vinkona eigi þrítugs afmæli. Ég hef núþegar ákveðið hvað ég ætla að gefa þessari góðu konu í afmælisgjöf. Ég vil ekkert segja, enda er þetta internetið og internetið er nú bara þannig að allir geta skoðað, eða allir sem að hafa aðgang að tölvu og nettengingu. En samt, ekki gefa henni nýja geisladiskinn með Friðrik http://www.fridrik.is/, ja ekki nema að þið viljið að hún þurfi að fara að skipta og svona, sem að er alltaf frekar leiðinlegt. En ég veit að hún á ekki plakkatið.

En nóg um Bergþóru. Sjálf á ég afmæli í sama mánuði, þ.a.s. í ágúst. En ég á ekki stórafmæli eins og hún. Ég er bara að verða 27 ára, en hún 30.