miðvikudagur, apríl 20, 2005

Hressir krakkar.

Ég fór á bekkjaskemmtun hjá dóttur minni í gær. Börnin hafa verið að æfa Búkollu í einhverntíma núna og sýndu okkur afraksturinn af því. Svo sungu þau nokkur lög. Þetta var allt mjög fínt hjá þeim. Reyndar ekkert baul. Ég hjó eftir því að dóttur minni leiðist ekki athyglin, hún stóð fremst og söng hátt. Ég man einmitt eftir því hvað mér leið vel sem barn þegar fólk var að horfa á mig, og sérstaklega ef það var að tala um mig líka. Mamma sagði mér frá því að ég hefði oft byrjað að syngja inní einhverjum búðum sem ég þurfti að fara með henni í. Að ég hefði aldrei hætt fyrr en allir voru farnir að fylgjast með mér. Ég man líka oft eftir að hafa heyrt sagt þegar ég var krakki "hún Magga er sko ekki feimin, henni leiðist ekki athyglin", eða eitthvað svoleiðis. Ég held að ég hafi ekki breyst mikið, fer þó aðeins betur með þetta í dag. Ég er eiginlega alveg hætt að syngja í búðum.