Idol.
Mig grunar að Billy Idol hafi gert samning við djöfulinn. Sá hann í þætti hjá Leno. Hann lítur alveg nákvæmlega eins út og hann gerði 1980. Nema hvað að magavöðvarnri á honum(hann er eins og poppsöngkona, haldin einhverri strípihneigð), eða sixpackið eins og sumir segja, eru meira áberandi í dag. Allt eðlilegt fólk eldist á 25 árum, og með aldrinum breytist útlitið. Árið 1980 var Billy Idol 25 ára, þá reyndar leit hann út fyrir að vera 35 ára. Í dag er hann 45 ára og lítur út fyrir að vera 25 ára. Annars þá var að koma út ný plata frá Billy Idol. Ég hef ekki heyrt í þessari plötu en hjó eftir því í einhverju blaði að hún fær ekki nema tvær stjörnur af fimm mögulegum. Tveggja stjörnu plata er yfirleitt ekki góð. Þessi samningur hans hefur ekki verið neitt spes.
<< Home