miðvikudagur, mars 23, 2005

Bridget.

Fór útá vídeoleigu í kvöld og leigði Bridget Jones: The Edge of Reason. Bridget er svona stelpa sem er alltaf að reyna að finna hamingjuna, hún tekur ákvarðanir á hverjum degi um að breyta um lífsstíl(hætta að reykja, byrja að hreyfa sig, borða hollan mat osfr.), hún á það til að hafa ekki hugmynd um dresscode sem eru í gangi þegar hún mætir í boð, hún segir hluti án þess að hugsa fyrst og flest hennar samskipti við karlmenn eru frekar misheppnuð. Mér finnst leiðinlegt að viðurkenna það, en þegar ég horfi tilbaka get ég ekki annað en fundið sjálfa mig í þessum karekter. Það sem mér finnst samt mest miður er að þegar Bridget klúðrar sínum málum er það bara krúttlegt en í mínu tilfellum hefur það alls ekki verið þannig.
Ég veit ekki, kannski að hennar klúður sé krúttlegt vegna þess að hún er karekter í bíómynd en ég ekki. Á endanum finnur Bridget hamingjuna, en það er svo sem ekki við öðru að búast þar sem hún er einmitt ekki til, þ.a.s. Bridget.