Mjög spennandi fréttir af mér.
Kona frá einum bankanna hringdi í dag, bauð mér kretidkort, hærri heimild, lægri vexti og almennt betri kjör ef ég væri til í að skipta. Ég gerði það og nú líður mér eins og ég hafi grædd hálfa milljón.
Ég fer til D.C eftir viku, var að skoða passan minn og tók eftir því að ég flaug síðast til Bandaríkjanna, til N.Y., 11. september. Sem er svo sem ekkert merkilegt, en fannst ég samt verða að koma því að. Það var reyndar árið 2000. Ég hlakka til að fara út, en er samt búin að vera að lesa um háa glæpatíðni í D.C, gerist varla neitt verra en þar, þannig að ég ætla ekki að vera með nein læti.
Ég fór á fund í einu góðu ráðuneyti í dag þar sem ég samdi um vinnu sem ég er að fara í. Ég fæ einingar í skólanum og fullt af peningum að launum, og allt sem ég þarf í raun að gera er að horfa á sjónvarpið og jú að skrá hvað er að gerast í dagskrá íslenskra fjölmiðla. Þetta er allt mjög spennandi, hvort kynið ætli birtist meira á skjánnum? Og í hvaða hlutverkum? Og eru fjölmiðlar að fara eftir lögum hvað varðar auglýsingar í sjónvarpi?
Við Auja fórum líka saman á fund í vikunni þar sem rædd var um rannsókn sem við verðum væntanlega að gera í sumar, þá er rannsóknarspurningin; hvernig er sjálfboðastarfi háttað. Við ætlum samt ekki að setja neitt fordæmi þar og gerum því lítið án þess að fá laun fyrir.
Á morgun fer ég í partý til Bergþóru hinnar fögru þar sem ég mun hitta fullt af hressum konum. Ég geri ráð fyrir miklu drama.
Í kvöld hélt Bryndís partý fyrir stuðningskonur Ingibjargar, og Auju var boðið en ekki mér.
Ég get ekki sagt annað en að lífið leiki við mig í dag.
Ég fer til D.C eftir viku, var að skoða passan minn og tók eftir því að ég flaug síðast til Bandaríkjanna, til N.Y., 11. september. Sem er svo sem ekkert merkilegt, en fannst ég samt verða að koma því að. Það var reyndar árið 2000. Ég hlakka til að fara út, en er samt búin að vera að lesa um háa glæpatíðni í D.C, gerist varla neitt verra en þar, þannig að ég ætla ekki að vera með nein læti.
Ég fór á fund í einu góðu ráðuneyti í dag þar sem ég samdi um vinnu sem ég er að fara í. Ég fæ einingar í skólanum og fullt af peningum að launum, og allt sem ég þarf í raun að gera er að horfa á sjónvarpið og jú að skrá hvað er að gerast í dagskrá íslenskra fjölmiðla. Þetta er allt mjög spennandi, hvort kynið ætli birtist meira á skjánnum? Og í hvaða hlutverkum? Og eru fjölmiðlar að fara eftir lögum hvað varðar auglýsingar í sjónvarpi?
Við Auja fórum líka saman á fund í vikunni þar sem rædd var um rannsókn sem við verðum væntanlega að gera í sumar, þá er rannsóknarspurningin; hvernig er sjálfboðastarfi háttað. Við ætlum samt ekki að setja neitt fordæmi þar og gerum því lítið án þess að fá laun fyrir.
Á morgun fer ég í partý til Bergþóru hinnar fögru þar sem ég mun hitta fullt af hressum konum. Ég geri ráð fyrir miklu drama.
Í kvöld hélt Bryndís partý fyrir stuðningskonur Ingibjargar, og Auju var boðið en ekki mér.
Ég get ekki sagt annað en að lífið leiki við mig í dag.
<< Home