föstudagur, febrúar 04, 2005

Sko.

Núna held ég að það sé rétti tímin til að koma einni athugasemd á framfæri.
Ég les aldrei, og sendi því aldrei áfram, grín tölvupóst. Ekki heldur póst með fallegum boðskap, fallegri bæn eða einhverskonar undirskriftarlista til að reyna að sína að ég hafi samúð með einhverju málefni. Í fyrsta lagi varðandi grín póstinn, þá er í mesta lagi einn af hverjum 30 fyndin, allt hitt er leiðinlegt. Í öðru lagi varðandi boðskap, og fallegar bænir, þá á ég allar þær bækur sem ég þarf til að koma í veg fyrir sjáfsmorð. Í þriðja lagi þá tel ég að senda áfram tölvupóst um eitthvað hræðilegt sem er að gerast útí heimi ekki skila neinum árangri (og mér líður eins og hræsnara þegar ég sendi þetta áfram). Ég er samt með hjarta eins og þið hin, ég borga í hverjum mánuði í Amnesty og í tvö önnur félög, fyrir utan að ég reyni yðulega að koma fram við fólk af virðingu (tekst ekki alltaf) og láta gott af mér leiða. Ég starfaði hjá stóru fyrirtæki um tíma þar sem mikill fjöldapóstur fór um húsið á hverjum degi. Ég bað vinsamlegast um að ég yrði fjarlægð af öllum þessum póstlistum, ég bað fólk um að sýna vinnunni minni þá virðingu að það gæfi mér vinnufrið(ég var ekki kosin vinsælasta stúlkan það árið).

Það sem mér þykir enn leiðinlegra en fjöldapóstur er fjölda/áframsent sms skeyti. Þau sendi ég aldrei áfram og aldrei tilbaka á manneskjuna sem sendir þau. Þetta er auðvitað bara góður leikur hjá símafyrirtækjum til þess að fá okkur til að hækka reikningin, sms eru ekki ódýr. Um áramótin fékk ég reyndar fjölda áramóta sms frá einni vinkonu minni(sem er frábær) og ég sendi henni tilbaka að mér þætti þau móðgandi, ég held að hún hafi ekki tekið því mjög vel.

Það sem er megin atriði hér er að ég vil ekki að þið sem hafið verið að senda mér fjöldapóst eða sms upplifið einhverja höfnun. Málið er einmitt að ég fæ yfirleitt svona skeyti frá manneskjum sem mér þykir mjög skemmtilegar og þykir vænt um, en ég mun samt ekki svara eða senda þetta áfram. Mér finntist frábært ef þið mynduð segja mér frekar alla þessar sögur þegar við hittumst.

Ástæðan fyrir þessu bréfi er að það koma einni vinkonu minni á óvart að sjá hvað það voru mörg ólesin mail í hotmail pósthólfinu mínu, ég les það aldrei. Ef það er einhver áríðandi skilaboð sem ég ætti að fá (því ekki vil ég missa af tækifæri að hitta frábæru vinkonur mínar) þá er ráð að senda mér póst á hi netfangið mitt, en þangað má aldrei senda grín/boðskapsfjöldapóst. Ég hef bara því miður ekki tíma í svona, þarf núna að hætta og fara að stara. Með virðingu og þökk, Magga.