miðvikudagur, janúar 26, 2005

Áfram Valur

Ég horfði á íþróttafréttir í kvöld. Þar var drengur (íþróttastrákur) að segja frá einhverjum samning, eða ég held að hann hafi verið að tala um það. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið verið að tala um samning við útlönd. Ég var meira að horfa en hlusta. Það sem varð til þess að ég skipti ekki um stöð var að þessi drengur geislaði af heilbrigði sem mér þykir eftirsóknarverð. Núna veit ég hvað ég þarf að gera. Ég ætla að byrja að fara á svona íþróttamót eða leiki, sem ég held að séu oft um helgar. Svona fótbolta- eða handboltaleiki. Þetta verður frábært. Ég tek Bergþóru með, og við setjum upp stút á varirnar, sitjum beinar í baki og klöppum svo þegar það á við. Það mun væntanlega ekki líða á löngu áður en við verðum farnar að versla í Chelsea með Viktoriu Becham. Við að versla og þeir að spila. Ég hlakka til.