föstudagur, janúar 14, 2005

Faðir vor.

Í gærkvöldi var samkoma hjá Rokkklúbbnum. Byrjað var á því að fara út að borða og svo í leikhús. Við sáum Faðir vor, sem er mjög skemmtilegt. Hjálmar var að spila á Hressó og því fórum við þangað. Reyndar komu Auja og Magga St. ekki með þangað, held að þær séu haldnar félagsfælni sem er allt í lagi svo sem.
Mér finnst Hjálmar mjög skemmtileg hljómsveit, og er að hugsa um að fá mér geisladiskinn þeirra þannig að ég geti hlustað á þá heima. Annars á ég mikið af nýrri tónlist núna þar sem ég er nýfarin að nota nýju tækin mín. Ég keypti mér harðan disk sem ég get ferðast með útum allt. Ég fór einmitt með hann í heimsókn til Bergþóru og er orðin svoltið ríkari eftir þá heimsókn. Ég er samt ekki glæpakvendi.