föstudagur, desember 31, 2004

Ömurlegt sjónvarp.

Leiðinlegasta mynd sem ég hef á ævi minni séð heitir Eyes Wide Shut. Ég skil ekki að tveir ágætis leikarar, eins og Tom Cruise og Nicole Kideman eru, gátu tekið þátt í þessu. Ég er furðu lostin. Kannski eru þau leiðinleg, líklega. En samt ég skil ekki hvernig þau gátu látið sjá sig á almannafæri eftir þessa mynd, og ég er svo viss um að það var þessi mynd sem varð til þess að þau gátu ekki lengur horft í augun á hvor öðru og þurftu þess vegna að skilja. Fáranlegt að vera giftur einhverjum sem minnir á þessi hrikalegu mistök.
Margar myndir eru leiðinlegar, en mig hefur aldrei langað eins mikið að láta framleiðendur neinnar myndar heyra það eins og núna. Stanley Kubrick leikstýrði og skrifaði handritið af myndinni og svo dó hann studdu síðar. Já einmitt! Ég er samt ekkert að gefa í skyn að hann hafi átt það skilið eitthvað sérstaklega útaf þessari ömurlegu mynd, en auðvitað uppsker maður það sem maður sáir.
Ég leigði Dís í fyrradag, hún er fín. Var sérstaklega glöð hversu eðlilegir flestir leikararnir í myndinni eru. Stúlkurnar tvær sem fara með aðalhlutverk í myndinni eru mjög góðar, ofléku ekki eins og flestir íslenskir leikarar í bíómyndum. Íslenskir leikarar virðast oft ekki fatta að það er asnalegt að leika eins í bíómynd og gert er á sviði Þjóðleikhúsins.
Ég hef rosa mikið vit á svona hlutum.