Kæra dagbók.
Ég vaknaði klukkan hálf átta í morgun. Var bara nokkuð hress, en hefði samt viljað vakna aðeins fyrr. Ég fékk mér ristað brauð með smjöri og osti í morgunmat, og drakk kaffi með. Á meðan ég borðaði morgunmatinn minn las ég fréttablaðið, og hafði það virkilega notalegt. En þá var komin tími til að fara að klæða sig og koma sér af stað. Ég fór í gegnum fataskápinn minn og reyndi að velja eitthvað svona casual miðvikudagsdress. Gallabuxur og hettupeysa urðu fyrir valinu. Á meðan ég rótaði í gegnum skápinn minn flaug sú hugsun í gegnum höfuðið að ekki væri nú verra að eiga einar gallabuxur tilviðbótar, bara þannig að þriðju- og miðvikudagsdressið mitt væri ekki svona keimlíkt. En svo sagði ég við sjálfa mig, nei Margrét nýjar buxur myndu ekki veita þér neina hamingju, og ég hló pínulítið með sjálfri mér. Það er víst fjölskyldan og vinirnir sem skipta mestu máli í lífinu, ójá. Því næst gekk ég ég inná bað, burstaði í mér tennurnar, skvetti smá vatni framan í mig og setti svo á mig pínu búður, en passaði þó uppá að það væri ekki of mikið. Þegar ég klæddi mig svo í úlpuna og opnaði útidyra hurðina hugsaði ég með mér hvað ég gæti verið þakklát fyrir að eiga úlpu.
Takk fyrir mig.
Takk fyrir mig.
<< Home