föstudagur, nóvember 05, 2004

Gaman saman

Mér fannst rosalega gaman í gær. Rokkklúbburinn hittist heima hjá Möggu St., en samt ekki í nýja húsinu sem hún var að kaupa hún fær það ekki fyrr en í janúar. Næsta sumar ætla ég að hanga í einbýlishúsinu hennar Möggu alla daga, og biðja hana um að setja pott í garðinn þannig að ég geti haft það verulega notalegt þar.
Nei en í gær var já einmitt rosa gaman, og mér finnst þessar stelpur sem eru í þessu gengi alveg frábærar. Sumar pínu klikk reyndar. Gaman þegar stelpur fara í einhvern ham og missa sig alveg í að opna sig. Auja hefði þó mátt vera aðeins hressari, en allt í lagi svo sem. Hún kom með góðan ís.
Ég mun aldrei segja söguna af spænska tígrisdýrinu aftur, sem er allt í lagi því Begga Gísla kann hana utan af.