mánudagur, október 18, 2004

Vantar einhvern far?

Það hefur yfirleitt verið frekar gaman að lifa mína lífi undanfarið og oft mjög gaman. Nema þegar ég hef þurft að bíða lengi útá stoppustöð, mér finnst ágætt að ferðast um í strætó en ég hata að bíða á stoppustöðunni. Nema hvað! Núna bara mjög fljótlega mun ég ekki þurfa að bíða meira, því ég er að eignast bíl. Hvað er betra en að eiga bíl? Ég skal segja þér það. Það er að fá bíl gefins, sem ég fæ.
Bergþóra sæta, nú skutla ég þér í Bónus hvenær sem þú vilt, og Magga St. ef þú þarft far eitthvað hringdu þá í mig.