Ja hérna hér.
Samstarfskona mín hún Auja hefur nú staðið fyrir því að breiða út þeirri sögu að ég sé að fara að gifta mig. Sko það eitt og sér er svo sem ekkert fáranlegt, kannski gifti ég mig einhvern tíman. Það er ekkert fáranlegt að einhver vilji einhvern tíman giftast mér. En það væri samt svoltið skrítið ef ég væri að fara giftast kærastanum mínum sem ég hef aðeins þekkt í tvo mánuði. En það sem mér finnst skemmtilegast við þetta allt saman er að nokkrar af mínum vinkonum trúðu þessu. Magga Hugrún hringdi í mig til þess að fá þetta allt á hreint og Sonja kom með komment að þetta væri nú kannski aðeins of snemmt. Segir það eitthvað um mig að vinkonur mínar skuli trúa þessu uppá mig? Eða segir þetta okkur kannski að Auja er talin vera heiðarleg kona(sem hún er greinilega ekki)? Eða segir þetta okkur kannski bara að vinkonur mínar eru klikkaðar?
<< Home