Úti á stoppustöð.
Var að spá, það er núna ca eitt og hálf ár síðan að ég seldi bílinn minn. Ég hef verið bíllaus síðan. Ég bý við hliðin á skólanum mínum, ég er í tveimur aukavinnum önnur í 8 mínútna göngufjarlægð hin í ca 20 hjólafjarlægð. Ég hef reyndar ekki hjólað uppá Efstaleiti ennþá, tók leigubíl tvisvar þangað í vikunni. En svo var ég á stoppustöðunni í gær, og beið eftir 5unni í tæpan hálf tíma, og fór svo á rúntinn með strætó í 35 mín. Þetta var frekar súrt. Svo kemst ég aldrei í Bónus, og þarf þá frekar að versla í dýrustu búð landsins. Ég þarf eiginlega að kaupa mér bíl. En þá finnst mér ég vera að taka þátt í þessu neyslusamfélagi okkar. Ég hef alltaf talað um að það væri ekkert mál að taka strætó, en mér finnst ég orðin aðeins of góð fyrir það núna. Rúmlega þrítug kona með húfu, vettlinga og sígó á stoppustöðunni er ekkert smart.
<< Home