fimmtudagur, september 02, 2004

Vika í næsta rokkklúbb.

Næsta fimmtudag er komið að því að við skvísurnar í Rokkklúbbnum hittumst í annað sinn. Næsti hittingur verður heima hjá Gunný. Ég hlakka mikið til, en svo verðum við að fara að finna eitthvað að gera þegar slúðrir tekur á enda. Finna einhverja tónleika eða eitthvað, við getum líka e.t.v. farið í bíó. Það eru amerískir indí dagar núna, er það ekki rokk? Hvað er ég að spyrja ykkur af því, ef einhver í klúbbnum veit hvað rokk er þá er það ég, hvort sem ég er væmin eða ekki.

Gaman saman.