fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Nýr megrunnarkúr.

Jæja nú er ég loksins búin að finna hin rétt megrunarkúr. Nú kannski á markmið mitt með þessi níu kg fyrir jólin eftir að takast. Hann hefur allavega verið að virka rosa vel fyrir mig. Hann er einfaldur; ég borða bara þegar ég er svöng og hætti að borða þegar ég er ekki lengur svöng. Það skiptir ekki svo miklu máli hvað er borðað en þetta með að hætta er MJÖG mikilvægur þáttur í kúrnum. Þið ykkar sem eruð aðeins í feitari lagi ættuð að taka mig til fyrirmyndar og prófa, þetta er dagur tvö hjá mér og núþegar eru 518 gr. farin. Ég vil ekkert vera að nefna einhver nöfn en Barbara, Magga Hugrún og Allý; er svoltið verið að leyfa sér núna? Eruð þið ekki hættar að drekka bjór. Æji ég veit ekki, ég held að þessi bumba sé ekkert endilega málið í dag. Ég var að skoða Cosmo um daginn og þar sá ég enga konu í blaðinu með svona bumbu, bara smá hint! Annars gangi ykkur öllum vel og vonandi verðið þið allar aðeins mjórri þegar ég sé ykkur næst.