Væmni.
Kæru lesendur,
mér hefur borist kvörtun, bæði skriflega og munnlega, að ég sé að verða of væmin. Þannig að nú ákvað ég að skrifa nokkrar línur um væmni. Ég hef haft það orð á mér að vera kaldur töffari með snertifælni. Mér hefur þótt vænt um þessa lýsingu á sjálfri mér. En nú eru breyttir tímar. Ég hef þroskast, ég er ekki lengur hrædd við að sýna mína innri konu. Mín innri kona er alls ekki kaldur töffari með snertifælni. Mín innri kona er full af ást. Mig langar þess vegna að segja ykkur vinkonum mínum þarna úti að ég elska ykkur, ég elska að elska ykkur. Ef þið viljið faðma mig næst þegar þið hittið mig þá gjörið þið svo vel(þið megið þó alls ekki kyssa mig, það finnst mér ennþá ógeð). Einhver spurði mig hvort að ástæðan fyrir þessari væmni væri sú að ég væri ástfangin, og svarið við þeirri spurningu er JÁ. Ég er ástfangin af kærastanum mínum og svo líka af lífinu sjálfu. Ég bið ykkur samt að fara ekkert að tala um að ég hafi sagst vera ástfangin af lífinu, það gæti virkað svoltið crazy. Þannig að ég segi bara guð(æðri máttur) verði með ykkur öllum.
mér hefur borist kvörtun, bæði skriflega og munnlega, að ég sé að verða of væmin. Þannig að nú ákvað ég að skrifa nokkrar línur um væmni. Ég hef haft það orð á mér að vera kaldur töffari með snertifælni. Mér hefur þótt vænt um þessa lýsingu á sjálfri mér. En nú eru breyttir tímar. Ég hef þroskast, ég er ekki lengur hrædd við að sýna mína innri konu. Mín innri kona er alls ekki kaldur töffari með snertifælni. Mín innri kona er full af ást. Mig langar þess vegna að segja ykkur vinkonum mínum þarna úti að ég elska ykkur, ég elska að elska ykkur. Ef þið viljið faðma mig næst þegar þið hittið mig þá gjörið þið svo vel(þið megið þó alls ekki kyssa mig, það finnst mér ennþá ógeð). Einhver spurði mig hvort að ástæðan fyrir þessari væmni væri sú að ég væri ástfangin, og svarið við þeirri spurningu er JÁ. Ég er ástfangin af kærastanum mínum og svo líka af lífinu sjálfu. Ég bið ykkur samt að fara ekkert að tala um að ég hafi sagst vera ástfangin af lífinu, það gæti virkað svoltið crazy. Þannig að ég segi bara guð(æðri máttur) verði með ykkur öllum.
<< Home