Fyrsti skóladagurinn.
Í dag var fyrsti skóladagurinn hennar Maríu Rósar dóttur minnar. Eða þetta var samt ekki alvöru skóladagur, við vorum bara að hitta umsjónarkennaran. Ég, Jóhanna og pabbi hennar Maríu Rósar fórum. Jóhanna er kona pabba hennar Maríu. Þegar við mættum inní stofu og kennarinn var að heilsa sagði hún hvernig er þetta hver er mamma hennar Maríu. Ég sagði án þess að hugsa að María væri svo heppin að eiga tvær mömmur, en að ég væri samt mamma hennar og að Jóhanna væri fóstumamma hennar. Skrítið, mér leið bara vel með þetta, og Jóhönnu leið væntanlega mjög vel líka. Það er svo gott þegar allt er bara eins og það á að vera.
Ekkert meira í dag.
Ekkert meira í dag.
<< Home