Mátturinn í núinu.
Ég fékk bók í afmælisgjöf sem heitir Mátturinn í núinu frá Sonju og Gunný. Þessi bók er algert æði. Ég er búin að vera lesa hana síðustu daga og ég er í smá vakningu. Auðvitað hefur maður oft heyrt þetta; ef þú ert með annan fótinn í fortíðinni og hin í framtíðinni þá pissar þú á nútíðina, og einn dagur í einu og allt það. En þessi bók setur þetta fram á svo skemmtilegan og einfaldan hátt. Spáið í því eins og til dæmis núna þá er ég að skrifa þetta og er bara að njóta þess að skrifa þetta nákvæmlega núna, úúhh. Að lifa í þessu andartaki og njóta þess sem er að gerast í því er ekki eins auðvelt og það hljómar. Þegar það svo tekst nær maður að sjá hvað lífið er fallegt nákvæmlega núna, ég þarf þá ekkert að bíða eftir að ég útskrifist úr skólanum, eftir að María komi heim úr skólanum, eftir að sæti komi í heimsókn, eftir að ég hitti stelpurnar í grilli á laugardaginn, eftir að ég fari í klippingu, eftir að ég kaupi mér nýjan geisladisk, eftir að ég loksins nái að hætta að reykja, eftir að rassinn á mér verði stynnari, eftir að ég fái draumastarfið og slái í gegn, það er allt nefnilega að gerast núna á þessu andartaki og það er svo frábært. Ekkert til nema núna.
<< Home