þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Smá sms vandræði.

Ég er í smá vandræðum sem ég vona að einhver geti hjálpað mér með. Í gær skrifaði ég sms skeyti sem var ætlað kærastanum mínum. En þegar ég var búin að skrifa inn skilaboðin og var að fara að leita af númerinu hans í símanum mínum þá fékk ég þau skilaboð að sms mitt væri sent. Þannig að ég sendi skilaboðin eitthvert annað en þau áttu að fara, og ég veit ekki hvert þau fóru. Sko ég veit að þau fóru á eitthvert númer sem er inní message innboxinu mínu, en ég á samsung gsm síma o.þ.a.l. ekki nokkur leið fyrir mig að sjá hvert þau fóru. Mér datt strax í hug að ég hefði send þau á stúlku sem ég er ný byrjuð að sponsa og hringdi í hana, en hún svaraði mér ekki. Þá fór ég í banic og fór að hugsa að hún væri orðin hrædd við mig, hélti að nýji sponsorinn sinn væri eitthvað geðveik. En svo náði ég loks í hana og hún fékk þau ekki, þá fór ég í ennþá meira panic og fór að spá í hvort að pabbi dóttur minnar hefði fengið skilaboðin og það væri ennþá verra. Ég hringdi í hann og spurði hvort að hann hefði fengið óviðeigandi skilaboð frá mér, en svo var ekki. Spáið í ef að ég hefði óvart send þau á hann. ok, allavega ef þið hafið fengið skilaboð frá mér í gær sem ykkur finnst ekki alveg í minn karekter að senda á ykkur þá er ég að láta ykkur vita hér og nú að þau voru ætluð öðrum(vona að engin verði fyrir vonbrigðum núna).