Fyrsti skóladagurinn.
Ekki hjá Maríu heldur mér núna, og ég svaf yfir mig. Það gerði þó ekki mikið til. Eftir að ég hafði hlaupið með Maríu í skólan (hún náði að mæta á réttum tíma) hljóp ég uppí Árnagarð í stofu 301 í Fjölmiðlafræði. Sem betur fer bý ég við hliðin á háskólanum. Spáðu í ef ég ætti heima uppí Grafarvogi, það hefði verið ömurlegt að hlaupa þaðan í morgun. Já fyrsti tíminn var frekar hressandi, það var verið að fjalla um hvernig sama fréttin er sett upp á ólíkan hátt á milli fjölmiðla og við fengum skýrt dæmi. Einmitt, fjölmiðlar á Íslandi eru algerlega hlutlausir í sínum fréttaflutningi, right. Við spjölluðum svo aðeins um fjölmiðlafrumvarpið, en það verður farið betur í það næst. Ég veit ekki afhverju ég skrifa að við höfum verið að spjalla um eitthvað því engin sagði neitt nema kennarinn. En ég hef heyrt að það sé mikið rifist í þessu námskeiði. Æði, ég elska að rífast eða kannski ekki rífast en að rökræða eða stundum er líka bara gaman að rífast því þá er maður aðeins meira lifandi en venjulega. Allavega svo fór ég í Aðferðarfræði 3 sem er frábært fag, eða 1&2 voru það allavega. Þetta verður frábær vetur því ég fer líka í Stjórnmálafræði og Kenningar í félagsvísindum. Ég er í rosa skemmtilegu námi.
<< Home