mánudagur, ágúst 30, 2004

Ó Happy Day.

Í gær sönglaði ég með sjálfri mér ó happý day, dagurinn var svo svaka skemmtilegur og þess vegna langar mig að deila hluta af honum með þér. Eftir að hafa upplifað frábæran morgun með dóttur minni fór ég á kaffihús að hitta vinkonur mínar þær Beggur Gísla, Möggu Steingríms, Bergþóru, Sonju, Ingu Láru og svo var maðurinn hennar Möggu líka á staðnum. Við áttum þarna alveg frábært spjall um hitt og þetta þó aðalega um karlmenn og reglur í samböndum. Svo fórum við í afmæli hjá Tóta (sem er einmitt sæti kærastinn minn) og Berki, þeir til samans voru að halda uppá 10 ára afmælið sitt. En nú var ég að fatta að ég verð að fara að gera annað og ætla því ekki að skrifa meira um þetta núna en bæti inn seinna í dag. Já svo langar mig að skrifa um hórkallinn sem ein var að segja okkur frá en er ekki viss um hvort að það er viðeigandi því þetta er jú internetið. Já ég var að fatta að samkvæmt dagsplaninu mínu á ég að vera að vinna núna, ég verð að hætta að vinna heima ég er léleg í að vinna heima og vinna heima. Á morgun fer ég á bókasafnið og slekk á símanum og þá mun allt gerast þá mun ég skrifa eitthvað rosalega merkilegt um atvinnuleysi að allir eiga eftir að dást að mér í mörg ár á eftir og þá mun mér líða vel og brosa og segja "æji látið ekki svona ég er ekkert svo miklu merkilegri en þið, eða klárari endilega, ég er bara rosa skipulögð og öguð".