miðvikudagur, september 08, 2004

Klúbburinn.

Jæja stelpur, rokkklúbbur á fimmtudagskvöldið næsta. Mæting kl:20:30 á Kolbeinsmýri 6 (Seltjarnarnes), sem er heimili Gunnýjar. Sko hvað á svo að gera á eftir. Ég sjálf er ekki búin að sjá neitt sem mér finnst nógu smart fyrir okkur. Ég mæli með að við annað hvort verðum bara heima hjá Gunný eða jafnvel förum á Vegamót. Ekkert svo sem sérstakt að gerast á Vegamótum þetta kvöld en Vegamót er smart. Lásuð þið ekki viðtalið við Mínus þar sem þeir sögðu frá því að stelpurnar á Vegamótum stunduðu vændi. Ég er ekkert sérstaklega að mæla með því að við förum að stunda vændi, sjálf er ég hætt öllu slíku(komin í PA, eða prostitition anonymous). En þið sem eruð enn í stjórnleysi á þessu sviði getið alveg slett aðeins úr klaufunum, ég mun allavega ekki dæma ykkur fyrir það. Reyndar kom fram í þessu viðtali við þessa húðflúruðu rokkara að stelpurnar veittu kynlífsþjónustu fyrir kók. Stelpur það er örugglega hægt að fá Latte eða sódavatn með sítrónu í staðinn(svo mikill sykur í kóki). Ok en þið ráðið þessu náttúrulega sjálfar, við getum farið betur ofan í þetta á fimmtudaginn.