föstudagur, október 01, 2004

Flöskudagur.

Jæja loksins, loksins kominn föstudagur. Eða eins og ég hef gjarnan viljað segja; loksins kominn flöskudagur. Ég veit ekki með ykkur en ég er hrikalega flippuð á föstudögum. Alltaf eitthvað að sprella. Með fiðring í maganum því að maður veit aldrei hvað gerist á föstudagskvöldum. Svo er líka öll helgin framundan og það gerir þetta enn skemmtilegra. Sko í kvöld ætla ég að skella mér á lífið og jafnvel dansa smá, á laugardaginn ætla ég að grilla og fara svo aftur á djammið. Ætli ég horfi ekki bara á boltan eða formúluna í þynnkunni á sunnudaginn, alveg búin eftir helgina. Og þá er það bara að hlakka til næstu.
Magga Hnakki.